Litahringurinn

    
Isaac Newton var fyrstur til að setja litina upp í hring. Til að loka hringnum þurfti hann að bæta við einum lit, purpul (vínrauðum) en þar er í raun upphaf og endir hringsins.

 

Blátt, gult og rautt skera sig frá hinum hinum litunum, þetta eru þeir litir sem við getum ekki blandað. Þeir eru því kallaðir frumlitir (primary colors) og eru undirstaða í blöndun allra annarra lita.

Ef við blöndum frumlitunum saman fáum við annars stigs litablöndur (secondary colors) appelsínugult, fjólublátt og grænt.

 

Með frumlitunum  og svörtu og hvítu getum við blandað alla liti.  


 Andstæðir litir eru á móti hvor öðrum á litahring

Við köllum tvo liti andstæður ef litarefni þeirra blandað saman verður hlutlaust grátt. Andstæðir litir eru ólíkir, en þeir kalla á hvorn annan.

Þeir eyðileggja hvorn annan þegar þeim er blandað saman eins og ís og eldur.

Andstæðir = gult - fjólublátt, blátt - appelsínugult, rautt - grænt.

Augað kallar fram andstæðan lit, þetta getum við séð ef við horfum um stund á t.d. rauðan flöt og síðan á hvítt blað sjáum við grænan.
Augað eða hugurinn kallar fram andstæðan lit sjálft og leitar þannig að jafnvægi. Þessi þekking hjálpar okkur til að vinna með liti og til að ná fram t.d. jafnvægi, ójafnvægi, friði, ró, spennu og hreyfingu.

Gult- fjólublátt er ekki aðeins andstæðir litir heldur hafa þeir
líka dekksta - ljósasta litamuninn.  

Rauðappelsínugult - blágrænn hafa líka heitan - kaldan litamun.

Rautt og grænt eru ekki bara andstæðir, þeir hafa líka sama ljósmagn.

Í náttúrunni má á oft finna andstæða liti saman t.d. í rauðu rósabeði.
Til að búa til gráan getum við blandað saman andstæðum litum. Þessi grái stendur þá á mjög vel með þeim litum sem hann var blandaður úr.

Þegar við setjum saman andstæða liti æsa þeir hvorn annan upp og verða ertandi.
Við getum bæði nýtt okkur þessa eiginleika og forðast að setja saman liti sem eru andstæðir. Ef þeir eru beint á móti á litahring þá er andstæðan mest en síðan dregur úr henni. Við getum klætt okkur í andstæða liti til að hressa upp á okkur og vera meira áberandi. En við förum ekki í skæra andstæða liti ef við viljum ekki láta bera á okkur.

Andstæðir rautt og grænt

 

 

 

 

 
Við gefum litunum nöfn til að geta skilgreint þá nöfn sem eru lýsandi fyrir litinn. Litunum á milli (3 stigs litablöndur) höfum við gefið nöfn eins og blágrænn, gulgrænn, bláfjólublátt, rauðfjólublátt.

Þegar við förum að vinna með litina, blanda þeim saman og skoða, byrjum við á því að skipta virkni lita niður í 7 mismunandi flokka. Hver flokkur er sérstækur bæði í útliti og áhrifum.


 

Hér sjáum við litastjörnuna þar sem liturinn er blandaður hvítu eða svörtu.

Við lýsum liti með hvítu en dekkjum liti með svörtu.

Ljóst- dökkt / dagur- nótt.

Svart- hvítt ....þar er andstæðan sterkust.

Svart flauel er sennilega svartasta svart og steinefnið barít hvítasta hvítt. það er aðeins einn svartasti svartur og einn hvítasti hvítur en óendanlega margir gráir á á milli sem mynda samfelldan skala.

Nautral grár er afskiptalaus og líflaus. Hann er þögull og verður auðveldlega fyrir á áhrifum af öðrum litum. Hann á á lífið og karakterinn undir nágrönunum komið. Stundum er hann eins og vampíra sem sýgur sig fastan við aðra liti. Þetta er einmitt það sem listamenn notfæra sér. þrátt fyrir litleysið og lífleysið er grár gífurlega mikilvægur í allri listsköpun.
Grátt getum við búið til með því að blanda saman svörtu og hvítu og með því að blanda andstæðulitunum saman. 

                

                       

GrátónaskalinnDökkir litir

 

Ljósir litir

 

 

Hvítt - svart

 

 

Hvítt- svart - gráttVættaborgir 61|112 Reykjavík
| Kristján GSM 697 9000 | litbrigdi@litbrigdi.is